Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gospelkórinn hefur vetrarstarf sitt
Fimmtudagur 7. september 2006 kl. 10:18

Gospelkórinn hefur vetrarstarf sitt

Nýstofnaður Gospelkór Suðurnesja hefur aftur starfsemi sína af fullum krafti næstkomandi miðvikudag þann 13. ágúst og æfir sem fyrr í Akurskóla kl. 20:00 á miðvikudagskvöldum. Kórinn hefur fest sig í sessi á þeim fáu mánuðum sem hann hefur starfað og hefur komið víða fram í Reykjanesbæ, jafnt í kirkjum, hátíðarsamkomum og einkasamkvæmum.  Framundan eru spennandi verkefni, tónleikar og fleira.  Kórinn getur bætt við sig einhverjum röddum en vantar aðallega fleiri karlaraddir.  Stofnandi og stjórnandi kórsins Elín Halldórsdóttir er nýkomin frá Þýskalandi þar sem hún raddþjálfaði 6 þekkta Gospelkóra meðal annars verðlaunakórinn Gospelsterne, sem var kosinn besti gospelkór Þýskalands á Gospel-Awards hátíðinni 2006 og er undir stjórn Eric Bond!  Elín kom einnig fram sem einsöngvari á Regensburger-Gospelfestival-hátíðinni í Dreieinigskeitkirkjunni þar sem 1000 manns hlýddu á söng hennar og var hún hyllt í lokaathöfninni fyrir aðkomu sína að hátíðinni.  Stjórnandinn er því fullur af ferskum Gospel-anda frá Þýskalandi!  Það er öflug félagsstarfsemi í kringum kórmeðlimi og ríkir andi gleðinnarog kærleikans í starfsemi hans!  Þeir sem hafa áhuga á að syngja með eða vilja kynna sér starfsemi kórsins frekar geta haft samband við Elínu í síma 663 7563 eða bara mætt á æfingu næsta miðvikudag kl. 20:00 í Akurskóla.  Nýir meðlimir eru hjartanlega velkomnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024