Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Gospelkór Suðurnesja leitar kórfélaga
Þriðjudagur 11. september 2007 kl. 13:09

Gospelkór Suðurnesja leitar kórfélaga

Gospelkór Suðurnesja, sem hefur nú verið starfræktur á annað ár, getur bætt við sig nokkrum nýjum röddum.  Kórinn vakti mikla lukku á Ljósanótt, og framundan eru spennandi verkefni.  Kórinn flytur létta og skemmtilega gospeltónlist í bland við íslensk og erlend dægurlög.

Það er mikið og gott félagslíf í kringum kórinn og fyrir þá sem hafa áhuga á að syngja létta og skemmtilega tónlist í góðum hópi er þetta kjörið tækifæri.  Kórinn er fyrir fólk á öllum aldri og bjóðum við alla velkomna.  Þeir sem hafa áhuga vinsamlega setji sig í samband við Elínu Halldórsdóttur kórstjóra í síma 844 1596.

 

Mynd: Frá Reykjanesbæ.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25