Gospelhelgi með Óskari Einars- viltu vera með?
Helgina 27.-29. mars verður gospelhelgi með Óskari Einarssyni gospelsnillingi hjá Hjálpræðishernum að Flugvallarbraut 730, Vallarheiði. Þátttaka er opin öllum og enn eru nokkur sæti laus fyrir áhugasama.
Sungið verður frá kl. 19 á föstudagskvöldið og svo haldið áfram á laugardag og sunnudag. Helgin endar svo með tónleikum í húsi Hjálpræðishersins á sunnudag kl. 17 og lofa námskeiðshaldarar frábærri gospelsveiflu.
Verð á námskeiðið er kr. 5.500 og er létt hressing alla dagana innifalin. Þeir sem vilja taka þátt er bent á að hafa samband við Ester [email protected] Einnig verður hægt að kaupa miða á tónleikana hjá þátttakendum á námskeiðinu og við innganginn. Miðaverð á tónleikana er kr. 1000.-
Hlökkum til að sjá þig, Hjálpræðisherinn og gospelkórinn KICK