Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gospelhelgi með Óskari Einars- viltu vera með?
Fimmtudagur 19. mars 2009 kl. 11:29

Gospelhelgi með Óskari Einars- viltu vera með?

Helgina 27.-29. mars verður gospelhelgi með Óskari Einarssyni gospelsnillingi hjá Hjálpræðishernum að Flugvallarbraut 730, Vallarheiði. Þátttaka er opin öllum og enn eru nokkur sæti laus fyrir áhugasama.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sungið verður frá kl. 19 á föstudagskvöldið og svo haldið áfram á laugardag og sunnudag.  Helgin endar svo með tónleikum í húsi Hjálpræðishersins á sunnudag kl. 17 og lofa námskeiðshaldarar frábærri gospelsveiflu.

Verð á námskeiðið er kr. 5.500 og er létt hressing alla dagana innifalin.  Þeir sem vilja taka þátt er bent á að hafa samband við Ester [email protected]  Einnig verður hægt að kaupa miða á tónleikana hjá þátttakendum á námskeiðinu og við innganginn.  Miðaverð á tónleikana er kr. 1000.-

Hlökkum til að sjá þig, Hjálpræðisherinn og gospelkórinn KICK