Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 28. mars 2001 kl. 10:09

Gospelhátið Kvennakórs Suðurnesja

Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja verða þann 2 og 4 apríl næstkomandi í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl: 20:30 og í Háteigskirkju 7 apríl kl:20:30.
Kórinn hefur í vetur verið undir stjórn Estherar Helgu Guðmundsdóttur og hefur mikil áhersla verið lögð á gospelmúsik í þessu samstarfi. Tónleikarnir verða því að miklu leyti helgaðir sígildu gospel og einnig verða flutt lögin úr kvikmyndinni Sister Act. Kórinn mun flytja tvö verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson sem eru tileinkuð Esther Helgu og er það kórnum mikill heiður að fá að frumflytja annað þeirra. Þar munum við fá til liðs við okkur hörpuleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands Moniku Abendroth. Píanóundirleik annast Helgi Már Hannesson, bassi Þórólfur Þórsson, trommur Gestur Pálmason. Laufey Helga Geirsdóttir og Sigrún Ósk Ingadóttir munu syngja einsöng. Óhætt er að lofa hressum og skemmtilegum tónleikum þar sem allir fara syngjandi út og hvetjum við Suðurnesjabúa til að fjölmenna.
Miðasala við innganginn. Miðaverð 1200
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024