Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 6. apríl 2001 kl. 09:37

Gospelhátíð í kirkjunni

Kvennakór Suðurnesja hélt tvenna tónleika í vikunni í Ytri Njarðvíkurkirkju en þriðju tónleikarnir verða haldnir í Háteigskirkju 7. apríl nk.
Góð mæting var á tónleikana og kunnu gestir vel að meta efnisskrána sem var mjög hressileg. Undir lokin þurfti að opna allar dyr kirkjunnar, því hitinn var orðinn svo mikill. Fólk tók fullan þátt í tónleikunum, stóð upp úr sætunum, klappaði með og söng. Frábærir tónleikar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Þess má geta að kórinn frumflutti tvö gullfalleg verk eftir ungt tónskáld, Hreiðar Inga Þorsteinsson en þau eru tileinkuð Esther Helgu.
Kórinn hefur í vetur verið undir stjórn Estherar Helgu Guðmundsdóttur og hefur mikil áhersla verið lögð á gospelmúsik í þessu samstarfi. Hörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Monika Abendroth lék undir í nokkrum lögum, píanóundirleikur var í höndum Helga Más Hannessonar, bassi Þórólfur Þórsson, trommur Gestur Pálmason og Laufey Helga Geirsdóttir og Sigrún Ósk Ingadóttir sungu einsöng.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024