Gospel á Suðurnesjum
Á haustmánuðum var hafist handa við að kynna gospeltónlist á Suðurnesjum og voru fyrstu tónleikarnir í Sandgerði í nóvember sl. Hér um að ræða samstarf sókna á Suðurnesjum og Kjalarnessprófastsdæmis og var Óskar Einarsson sem sérstaklega er menntaður í þessari tegund tónlistar fengin til að annast þetta verk. Nú er komið að öðrum tónleikunum og mun
Gospelkór Fíladelfíu ásamt hljómsveit halda tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudagskvöldið 25. janúar kl. 20:30 undir stjórn Óskars Einarssonar. Flutt verður létt Gospeltónlist í bland við fallega lofgjörðarsálma. Meðal laga sem munu hljóma er, Fylltu heimilin af gleði, Gleði gleði gleði, Down by the Riverside og Oh happy day. Í lok gefst tónleikagestum kostur á að eignast nýjasta Gospel disk kórsins,"Gleði" sem hljómar.is gefur út sem og aðra kristilega diska. Það verður mikil gleði ríkjandi á sunnudagskvöldið og taka tónleikagestir virkan þátt í söngnum. Athugið að ekkert kostar inn á þessa tónleika. Næstu tónleikar sem verða í Grindavíkurkirkju, Keflavíkurkirkju og námskeið Óskars Einarssonar í Ytri-Njarðvíkurkikju verða tilkynnt seinna.
Hér er um skemmtilega nýbreytni að ræða og hvet ég íbúa á Suðurnesjum til að fjölmenna og kynna sér þessa tegund tónlistar og lofgjörðar.
Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur.