Gordjöss árshátíð í Njarðvíkurskóla
Árshátíð Njarðvíkurskóla tókst frábærlega. Nemendur í 1., 3., 5. og 7. bekk voru með atriði en auk þess sýndu stúlkur á unglingastigi dans og þrjár stúlkur úr 9. og 10. bekk sungu lag úr leikritinu sem verður sýnt í tilefni afmælis skólans núna í maí.
Kynnar á árshátíðinni voru Íris Hafþórsdóttir, formaður nemendafélags skólans og Hilmir Karl Hjörvarsson í 10. GS og stóðu þau sig mjög vel. Nokkrir kennarar sungu lagið Gordjöss með nýjum texta sem var mjög skemmtilegt. Salka Björt Kristjánsdóttir og Helga Eden Gísladóttir tóku myndir á árshátíðinni en þær eru báðar í ljósmyndavali í skólanum.
Myndir frá þeim má sjá í myndasafni skólans. Fjöldi gesta var á árshátíðinni, foreldrar, ömmur og afar og eldri systkini sem skemmtu sér vel. Eftir árshátíðina fóru nemendur og gestir þeirra í kaffiboð í skólanum og fóru vonandi allir mettir og ánægðir heim eftir góðan dag.
Myndir/texti Njardvikurskoli.is