Gönguveisla í Grindavík um verslunarmannahelgina
Sannkölluð gönguveisla verður í Grindavík um verslunarmannahelgina en hún er liður í viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur 2009 undir yfirskriftinni ,,AF STAÐ á Reykjanesið - Menningar- og sögutengd gönguhátíð í Grindavík." Gengið verður fjóra daga í röð, frá föstudegi til mánudags, í nágrenni Grindavíkur og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Dagskráin um verslunarmannahelgina er eftirfarandi:
Föstudagur 31. júlí:
Mæting kl. 20:00 við Saltfisksetrið, Hafnargötu 12a. Gengið verður með leiðsögn um Hópshverfi, gamla bæjarhlutann í Grindavík í 1-2 tíma. Endað við tjaldsvæðið með söng Gangan er í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins..
Laugardagur 1. ágúst:
Mæting kl. 11:00 við Ísólfsskála, sem er í um 6 km austur af Grindavík, á Krýsuvíkurleið. Gengið verður með leiðsögn um Selatanga þar sem sjá má minjar um verbúðir og sjósókn fyrri tíða. Síðan verður gengið eftir rekastíg um Katlahraunið sem er líkt og „Dimmuborgir" með sínum kyngimögnuðu hraunmyndunum. Gangan endar við Ísólfsskála og tekur um 3-4 tíma. Gengið verður í sandi og hrauni. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Kaffisala á Ísólfsskála. Þátttökugjald í ferð er kr. 1.000.
Sunnudagur 2. ágúst:
Mæting kl. 11:00 við Saltfisksetrið. Gengið verður með leiðsögn um gamlar þjóðleiðir. Haldið verður eftir gömlu götunni austur í hverfi og síðan eftir anga Skógfellaleiðar upp á aðalleiðina (gamla Vogaveginn). Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gangan tekur um 3-4 tíma. Gengið verður í hrauni. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Í lok göngu verður boðið upp á heilgrillað lamb á teini í Salthúsinu í Grindavík, verð kr. 2.500. Þátttökugjald í göngu er kr. 1000.
Mánudagur 3. ágúst:
Mæting kl. 11:00 við bílastæði Bláa lónsins. Ekið verður í Eldvörp á einkabílum. Gengið verður með leiðsögn um Brauðstíg að „Tyrkjabyrgjunum". Byrgin fundust seint á 19.öld vandlega falin í jaðri Sundvörðuhrauns. Síðan verður gengið um Árnastíg gömlu þjóðleiðina og henni fylgt í Eldvörp. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gengið verður í hrauni. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Bláa Lónið býður upp á tvo fyrir einn í lónið í lok göngu. Þátttökugjald í göngu er kr. 1.000
Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri í allar ferðir. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum.
Gönguhátíðin er liður í viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur 2009.
Styrktar- og umsjónaraðilar eru Grindavíkurbær, Saltfisksetrið, FERLIR og sjf menningarmiðlun.
Upplýsingar um tjaldsvæði Grindavíkur, gistingu, veitingar og aðra þjónustu eru á www.grindavik.is eða í Saltfisksetrinu s. 4201190.
Nánari upplýsingar um ferðir eða breytingar á ferðum eru á www.sjfmenningarmidlun.is eða í gsm 6918828 Sigrún Jónsd. Franklín, [email protected]
---
Ljósmynd: Ellert Grétarsson.