Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

  • Gönguskórnir út fyrir jógamottu
  • Gönguskórnir út fyrir jógamottu
Þriðjudagur 10. janúar 2017 kl. 10:02

Gönguskórnir út fyrir jógamottu

Nanný segir skilið við Reykjanesgönguferðir

Eftir að hafa lóðsað tæplega 10 þúsund manns um Reykajnesskagann þveran og endilangan á síðustu 16 árum hefur leiðsögumaðurinn Rannveig Lilja Garðarsdóttir, einnig þekkt sem Nanný, ákveðið að leggja gönguskóna á hilluna. Hún hefur staðið fyrir svokölluðum Reykjanesgönguferðum þar sem hún hefur kynnt náttúru og sögu Suðurnesja fyrir áhugasömum göngugörpum.

Rannveig sem fagnar 60 ára afmæli sínu í vor ætlar nú að snúa sér að jógakennaranámi, en hún hefur haft jóga að áhugamáli um árabil. „Það sem stendur upp úr eftir allar þessar ferðir er helst fólkið sem maður hefur kynnst,“ segir Rannveig en sterkur kjarni af fólki hefur sótt ferðir hennar árum saman. Hún segist alltaf vera að uppgötva eitthvað nýtt á Suðurnesjum. „Sagan heillar mig mikið og jarðfræðin líka. Reykjanesið kemur fólki sífellt á óvart og vekur alltaf áhuga þeirra sem ganga með mér.“

Public deli
Public deli

Gönguferðirnar urðu vinsælli ár frá ári en Rannveig segir að algjör sprengja hafi verið í aðsókn eftir hrunið svokallaða. Þegar blaðamaður spyr um eftirlætisstað á Suðurnesjum þá segir Rannveig að það hljóti að vera Vatnsleysuströndin, sem er að hennar mati falin perla. Þar sé rík saga og mikil fegurð.