Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Göngumessa á Degi barnsins
Þriðjudagur 27. maí 2008 kl. 15:00

Göngumessa á Degi barnsins

Þann 25. maí s.l. var alþjóðlegur dagur barnsins haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Var það gert að tilmælum Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Framvegis verður síðasti dagur maí mánaðar helgaður börnum.

Þjóðkirkjan var hvött til þess að miða helgihaldið þennan dag við börnin. Keflavíkurkirkja tók þeirri hvatningu vel og ákvað í samstarfi við leikskólakennara á Tjarnaseli að hafa göngumessu um gamla bæinn. Börnin fengu fræðslu um hin ýmsu minnismerki og byggingar sem staðsett eru í gamla bænum. Göngunni lauk í kirkjugarðinum við Aðalgötu þar sem börnin fengu útskýringu á táknum sáluhliðsins og að lokum voru þau svo leyst út með svala og kexkökum. Keflavíkurkirkja þakkar þátttakendum stórum og smáum fyrir samveruna á þessum fallega sunnudegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024