Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Göngulýsing: Trölladyngja- Grænadyngja
Miðvikudagur 11. júní 2008 kl. 14:07

Göngulýsing: Trölladyngja- Grænadyngja

Miðvikudaginn 4. júní var haldið af stað í stórri rútu frá SBK og ekin Reykjanesbraut í gegnum Afstapahraun að Höskuldarvöllum, stansað var á nokkrum stöðum til að taka upp farþega af höfuðborgarsvæðinu og fleiri stöðum. Guðmundur Óli jarðfræðingur frá Hitaveitu Suðurnesja var með í þessari gönguferð til að fræða okkur um jarðfræði nánasta umhverfis.

Vegurinn inn að Höskuldarvöllum var slæmur og berar klappirnar víða komnar uppúr. Gangan byrjaði við Eldborg norðaustan við Trölladyngju. Veðrið var gott, bjart og smá gjóla. Gengið var upp að einstigi sem liggur upp á topp á Trölladyngju 379.m.y.s.. Hópurinn liðaðist upp einstigið og átti fullt í fangi með að halda sig við jörðina vegna vindhviða sem gengu yfir en þegar á toppinn var komið lægði og naut hópurinn þá fróðleiks Guðmundar Óla jarðfræðings.

Gengið var ofan af Trölladyngju og haldið upp á Grænudyngju 393 m.y.s. þar naut hópurinn þess að drekka nesti og heyra innlegg Guðmundar Óla á jarðfræði svæðisins.

Haldið var niður af Grænudyngju og komið í rútuna við borholu 2, þaðan var ekið heim eftir góða og vel heppnaða fjallgöngu.






Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024