Gönguhrólfar á ferð um Innri-Njarðvík í kvöld
Upplýsingamiðstöð Reykjaness mun standa fyrir skemmtilegum skoðunarferðum um sveitarfélögin á Reykjanesi í sumar.
Skoðunarferðirnar verða alls sjö og eru þær sjálfstætt framhald af skoðunarferðunum sem farnar voru í fyrra á vegum Upplýsingarmiðstöðvarinnar.
Þátttaka í ferðunum hefur verið góð og fer eftir veðurlagi á hverjum tíma. Fengnir hafa verið fróðir leiðsögumenn til að lýsa hverjum stað fyrir sig. Síðasta fimmtudagskvöld var farið um Hafnir með Sigurjóni Vilhjálmssyni frá Merkinesi og mættu um 70 manns í þá ferð sem tókst mjög vel.
Fimmtudaginn n.k. verður farið um Innri-Njarðvík með Áka Grenz. Lagt verður af stað frá Innri Njarðvíkurkirkju kl. 20.00 og gengið með ströndinni og til baka að kirkjunni.
Þátttakendur fara á eigin bílum og eru ferðirnar öllum að kostnaðarlausu. Farið er á hverjum fimmtudegi kl. 20.00 til 1.júlí. Gefin hefur verið út dagskrá skoðunarferðanna hana er hægt að nálgast á Upplýsingamiðstöð Reykjaness.