Gönguhátíð í Grindavíkurlandi
Föstudagur 30. júlí kl. 20:00. AF STAÐ á Reykjanesið – Gönguhátíð hefst
Mæting við Saltfisksetrið, Hafnargötu 12a. Gengið verður með leiðsögn um gamla bæjarhlutann í Grindavík í 1-2 tíma. Gangan er í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins. Endað með söng við tjaldsvæði Grindavíkur.
Boðið er upp á tvo fyrir einn á saltfisksýninguna í Saltfisksetri Íslands, Hafnargötu 12a á meðan að gönguhátíðin AF STAÐ á Reykjanesið stendur yfir.
Laugardagur 31. júlí kl. 11:00 – Mæting kl. 11 við Ísólfsskála, sem er í um 6 km austur af Grindavík, á Krýsuvíkurleið. Þeir sem vilja geta mætt við Saltfisksetrið kl. 10:30 og ekið í bílalest að upphafsstað. Gengið verður með leiðsögn um Selatanga þar sem sjá má minjar um verbúðir og sjósókn fyrri tíða. Síðan verður gengið eftir rekastíg um Katlahraunið sem er líkt og „Dimmuborgir“ með sínum kyngimögnuðu hraunmyndunum. Gangan endar við Ísólfsskála og tekur um 2-3 tíma. Gott er að vera í góðum skóm. Þátttökugjald er kr. 1000. Frítt fyrir börn. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum. Kaffisala í Ísólfsskálakaffi.
Sunnudagur 1. ágúst. kl. 11:00 – Mæting við Ísólfsskálaveg undir Mælifelli við skilti þar sem á stendur Húshólmi. Þeir sem vilja geta mætt við Saltfisksetrið kl. 10:30 og ekið í bílalest að upphafsstað. Gengið verður með leiðsögn að hinum fornu rústum í Húshólma sem taldar eru vera frá því fyrir norrænt landnám. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Til baka verður gengið með ströndinni. Gangan tekur um 4-5 tíma. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald er kr. 1000. Frítt fyrir börn. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum.
Í lok göngu verður boðið upp á heilgrillað lamb á teini í Salthúsinu í Grindavík. Verð kr. 2.800.
Mánudagur 2. ágúst kl. 11:00 – Mæting við bílastæði Bláa lónsins. Ekið verður með einkabílum að bílastæði í Eldvörpum. Gengið verður með leiðsögn að gömlu “Tyrkjabyrgjunum” svonefndu í Sundvörðuhrauni. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald er kr. 1000. Frítt fyrir börn. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum. Bláa Lónið styrkir gönguhátíðina og býður upp á tvo fyrir einn í lónið í lok göngu.
Gönguhátíðin er liður í Náttúruviku á Reykjanesi sjá nánar um aðra dagskrárliði á www.natturuvika.is
Allar nánari upplýsingar gefur Sigrún Jónsd. Franklín [email protected] og gsm 6918828