Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gönguhátíð í Grindavík um verslunarmannahelgina
Miðvikudagur 1. ágúst 2012 kl. 13:01

Gönguhátíð í Grindavík um verslunarmannahelgina

AF STAÐ á Reykjanesið - Menningar- og sögutengd gönguhátíð í Grindavík, verður á sínum stað um verslunarmannahelgina. Í tilefni af því að nú eru 100 ár frá því að hafist var handa við gerð akvegar til Grindavíkur verða gengnar nokkrar gamlar leiðir í og við Grindavík um verslunarmannahelgina 3. - 6. ágúst.

Föstudagur 3. ágúst:
Mæting kl. 20 við tjaldsvæði Grindavíkur. Gengið verður með leiðsögn um Járngerðarstaðahverfi, gamla bæjarhlutann í Grindavík í 1-2 tíma. Fróðleikur í Flagghúsinu í lok göngu. Aðgangur ókeypis.

Laugardagur 4. ágúst: 
Mæting kl. 11 við tjaldsvæði Grindavíkur Genginn verður hluti af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Voga, Skógfellastígur. Til baka verður farinn hestaslóði. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald kr. 1000. Frítt fyrir börn.
Í lok göngu verður boðið upp á heilgrillað lamb á teini í Salthúsinu. Verð kr. 3.100

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sunnudagur 5. ágúst: 
Mæting kl. 11 við golfskálann í Grindavík. Gengin verður hluti af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Hafna, Prestastígur frá Húsatóftum í Eldvörp og Árnastígur til baka, Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald kr. 1000. Frítt fyrir börn.

Mánudagur 6. ágúst: 
Mæting kl. 11 við bílastæði Bláa lónsins - Gengið með leiðsögn um hluta af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Njarðvíkur, Skipsstígur og með hlíðum Þorbjarnar til baka. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald kr. 1000. Frítt fyrir börn.
Boðið er upp aðgangseyri, 2 fyrir 1 í Bláa lónið í lok göngu.

Leiðsögumaður í ferðum er Sigrún Jónsd. Franklín, gsm 6918828.