Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Göngugreining hjá SI á Vatnsnestorgi - Sigfús handboltakappi í Duus í kvöld
Fimmtudagur 24. september 2009 kl. 11:43

Göngugreining hjá SI á Vatnsnestorgi - Sigfús handboltakappi í Duus í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heilsuvika í Reykjanesbæ hefur gengið vel enda mörg fróðleg erindi og uppákomur í gangi. Í dag kl. 14 til 18 er frí göngugreining frá Adidas hjá SI Raflögnum á Vatnsnestorgi í Keflavík en þar er eins og margir vita boðið upp á vörur frá þessu þekkta merki.


Í búðinni verður einnig kynning á á morgun á heilsumælum, t.d. púlsmælum, blóðþrýstingstækjum og hitamælum. Hjúkrunarfræðingur verður frá kl. 14 og mælir blóðþrýsting.

Í kvöld er eitt af stærri atriðum dagsins í heilsuviku þegar Sigfús handboltakappi Sigurðsson verður með fyrirlestur í Duus húsum undir heitinu „Það er pláss fyrir okkur öll einhvers staðar“. Sigfús mun þar fjalla um forvarnargildi íþrótta og tómstunda. Allir eru velkomnir en sérstaklega eru nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar hvattir til að mæta með foreldrum eða forráðamönnum.