Göngugarparnir úr Vogum: Lokaáfanginn framundan
Göngugarparnir úr Vogum, þeir Gunnar Júlíus Helgason og Hilmar Egill Sveinbjörnsson voru í gær komnir í Skjaldbreið á ferð sinni frá Langanesi til Reykjaness. Þeir reikna með að ljúka göngunni næstkomandi fimmtudagskvöld en hún hófst þann 6. júlí síðastliðinn.
Ferðin hefur gengið vel en vegalengdin sem þeir hafa farið á degi hverjum er nokkuð miðsjöfn eftir aðstæðum hverju sinni. Þannig hafa þeir gengið allt frá 10 km og upp í 44 km á dag. Að meðaltali hafa þeir gengið um 30 km á dag. Veðrið hefur leikið við þá félaga allan tímann en einungis tvisvar sinnum hafa þeir lent í rigningu.
Áheitum var safnað fyrir gönguna og munu þau renna til Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum.