Gönguferðir um sögulegar slóðir
Hluti af 40 ára afmælisdagskrá Grindavíkur.
Minja- og sögufélag Grindavíkur og Grindavíkurbær standa fyrir laugardagsgönguferðum næstu fimm laugardaga þar sem Loftur Jónasson, Ólafur R. Sigurðsson, Einar Lárusson og Sigurður Ágústsson mun fræða göngugarpa um Grindavíkurstríðið, gamla bæinn, bæjarlistaverkin, Þórkötlustaðanes og Þórkötlustaðahverfi. Gönguferðirnar eru hluti af 40 ára afmælisdagskrá Grindavíkurbæjar.
Nánari upplýsingar um gönguferðirnar má finna hér.