Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gönguferð og helgistund við Prestsvörðu
Mánudagur 9. júlí 2007 kl. 16:33

Gönguferð og helgistund við Prestsvörðu

Gönguferð verður farin á sunnudag þar sem áfangastaðurinn er Prestsvarða, en hún liggur skammt frá gömlu gönguleiðinni frá Keflavík að Útskálum. Varðan dregur nafn sitt af því þegar sr. Sigurður Sívertsen villtist af leið og hafðist við undir hólnum þar sem varðan stendur.

 

Hópar leggja af stað frá Keflavíkurkirkju og Útskálakirkju kl. 10:00 að Hólmsbergskirkjugarði og verður gengið þaðan að vörðunni í fylgd leiðsögumanns. Þar fer fram helgistund og fólk snæðir nesti.

 

Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir og prestar eru sr. Björn Sveinn Björnsson og sr. Skúli S. Ólafsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024