Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Gönguferð með Rótarý
  • Gönguferð með Rótarý
Föstudagur 26. febrúar 2016 kl. 09:35

Gönguferð með Rótarý

Rótarýklúbbur Keflavíkur heldur upp á Rótarýdaginn 27. febrúar með því að bjóða bæjarbúum í sögugöngu.  Lagt verður  af stað frá Gömlu búð, einu af Duus Safnahúsunum, kl. 11.00 á laugardagsmorguninn og gengið sem leið liggur að heimilum nokkurra stofnfélaga klúbbsins og öllum áhugasömum er boðið að koma með.

Rótarýfélagar munu sjálfir segja frá þessum gömlu félögum og merku starfi þeirra og klúbbsins í þróun samfélagsins hér áður fyrr á árunum.

Ferðin mun taka tvo tíma og endað á veitingahúsi þar sem göngufólk getur fengið sér léttan hádegisverð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024