Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gönguferð í dag
Mánudagur 6. ágúst 2007 kl. 11:45

Gönguferð í dag

Í dag kl. 13 bjóða Saltfisksetrið og Grindavíkurbær upp á menningar- og sögutengda gönguferð í samstarfi við sjf menningarmiðlun og FERLIR. Gangan hefst við bílastæði Bláa Lónsins og er áætlað að hún taki um 3 klukkustundir. Enginn þátttökukostnaður er í gönguna.

Gengið verður um hið litskrúðuga lónsvæði að Lækningalindinni, um svæði Hitaveitu Suðurnesja og inn á Baðsvelli. Þar er ætlunin m.a. að kíkja á þjófaslóðir og hin fornu sel Grindvíkinga. Þá verður gengið með Þorbirni inn á Skipsstíg, sem er falleg gömul þjóðleið,  og honum fylgt um Illahraun, eitt nútímahraunanna á svæðinu. Gangan endar síðan á upphafsstað. Leiðsögumenn Reykjaness miðla fróðleik og leiða gönguna.

Reynt verður að hafa ferðina og fræðsluna þannig að börn jafnt sem fullorðnir hafi gagn og gaman af. Nesti og góður skófatnaður æskilegur. Allir á eigin ábyrgð.
Bláa Lónið býður upp á 2 fyrir 1 ofan í lónið eftir göngu. 

Gangan er fyrsti hluti af fimm menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem ætlunin er að ganga á mánudag og fjóra næstu sunnudaga á tímabilinu frá 6.ágúst – 2. sept. ´07. Boðið verður upp á  kort þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð og þegar búið verður að fara 3 - 5 þjóðleiðir, verður dregið úr kortum og einhver heppinn fær góð gönguverðlaun. Dregið verður eftir síðustu gönguna. Sjá nánari kynningu á www.grindavik.is og www.leidsogumenn.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024