Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gönguferð í á Svartsengisfell
Miðvikudagur 1. júlí 2015 kl. 09:10

Gönguferð í á Svartsengisfell

Bláa Lónið, HS Orka og HS Veitur bjóða uppá gönguferð miðvikudaginn 1. júlí  gengið verður á Svartsengisfell.

Upphaf göngu er við vatnstankinum við Þorbjörn gengið verður eftir gamalli hrauntröð uppundir mikinn hamravegg sem nefnist Gálgaklettar og þaðan framhjá Sundhnjúk stærsta gýgnum í samfelldri óraskaðri gígröð sem nefnist Sundhnúkagígaröðin, hún er á náttúruminjaskrá sem einstakt náttúruvætti, gengið verður áfram á Svartsengisfell 188m, ofan á fellinu er stór og myndarlegur gígur sem vert er að skoða auk útsýnisins yfir Illahraun, Bláa lónið og Eldvörpin.

Gangan tekur 2 - 3klst

Gangan hefst við Vatnstankinn undir Þorbirni og endar þar. Þeir sem að vilja koma á eigin bílum eða koma frá Höfuðborgarsvæðinu og Grindavík geta hitt hópinn þar.

Erfiðleikastig og fyrirkomulag:

*       Stutt ganga, ekki mikið upp í móti Lengri ganga, ekki mikið upp í móti.
**      Fjallganga, lengri ganga og upp í móti.
***     Löng ganga, krefjandi ferð.
****    Ganga endar á upphafsstað.
→      Gengið frá A til B.
O       Ganga endar á upphafsstað.

Rúta fer í flestar ferðirnar

Brottför, kostnaður og ábyrgð

• Brottför kl. 19:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 Reykjanesbæ í allar ferðirnar og endar ferðin einnig þar.

• Tvær göngur hefjast fyrr, sjá rauðlitað í dagskrá.

• Kostnaður við rútuferð er kr. 1.500 pr. mann.

• Fólk getur einnig komið sér sjálft til og frá göngustað.

• Göngufólk er á eigin ábyrgð í gönguferðunum.

Fararstjóri í öllum gönguferðum er Rannveig Lilja Garðarsdóttir
Símanúmer fararstjóra er 8938900

Félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes eru með í öllum gönguferðum sumarsins og taka þátt í að hafa yfirsýn yfir hópinn, sjá um skyndihjálparviðbrögð, eru ráðgefandi varðandi frávik í göngunni. Ef neyðartilvik verður sér björgunarsveitarfólk alfarið um að stýra aðgerðum.

Nota 112 appið ef göngufólk er með það í símanum. Kveikja á appinu í upphafi göngu. Appið gefur upp staðsetningu og auðveldar að ná í 112 ef þess gerist þörf.

Göngufólk meti eigið líkamlegt atgervi og komi ekki í gönguferð nema það treysti sér til.
Göngufólk er á eigin ábyrgð í gönguferðunum.

Leiðsögn fer fram á íslensku.

Aldrei skal yfirgefa hópinn. Við förum saman af stað og komum saman til baka.
Ef af einhverjum ástæðum einhver þarf að fara skal láta fararstjóra vita, ástand er metið og viðkomandi fær fylgd til baka eða allur hópurinn snýr við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024