Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gönguferð á Þorbjörn og bað í Bláa lóninu
Þriðjudagur 16. ágúst 2011 kl. 20:46

Gönguferð á Þorbjörn og bað í Bláa lóninu


Miðvikudaginn 17. ágúst kl 17:00 verður farin lokaferð Reykjanesgönguferða í sumar. Gengið verður upp á Þorbjarnarfell og í gegnum tilkomumiklar gjár í toppi hans. Gengið verður upp svokallaðan Gyltustíg sem liðast upp vestan megin í fjallinu þar sem nýji vegurinn frá Bláa lóninu liggur upp á Lágafell, komið verður niður í skógræktinni á Baðsvöllum þaðan verður gengið að Bláa lóninu þar sem göngufólki verður boðið upp á hressingu og bað í Bláa Lóninu. Einn heppinn göngumaður verður dreginn út og fær gjöf frá 66 Norður og annar fær dekurdag í Blue Lagoon spa. Kostnaður er kr 1000 fyrir þau sem nýta sér rútuna, leiðsögumaður verður Rannveig Garðarsdóttir sími 893 8900

Athugið breytta tímasetningu, lagt verður af stað frá SBK kl.. 17:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024