Gönguferð á Þorbjörn á laugardag
Í tilefni af Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar sem stendur yfir til sunnudags 9. október ætla Isavia og Fríhöfnin bjóða starfsmönnum og Suðurnesjabúum í gönguferð á Þorbjörn á laugardaginn 8. október með leiðsögn. Þið mætið við vatnstankinn við Grindavíkurveg við rætur Þorbjarnar kl 13:00.
Rannveig L. Garðarsdóttir verður leiðsögumaður og segir frá ýmsu skemmtilegu og fróðlegu. Gengið verður yfir fjallið sem er u.þ.b 240 m. Ferðin er fyrir alla í fjölskyldunni stóra og litla og feita og mjóa. Takið með ykkur nesti og góða skapið.