Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gönguferð á Þorbjörn á laugardag
Fimmtudagur 6. október 2011 kl. 08:47

Gönguferð á Þorbjörn á laugardag

Í tilefni af Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar sem stendur yfir til sunnudags 9. október ætla Isavia og Fríhöfnin bjóða starfsmönnum og Suðurnesjabúum í gönguferð á Þorbjörn á laugardaginn 8. október með leiðsögn. Þið mætið við vatnstankinn við Grindavíkurveg við rætur Þorbjarnar kl 13:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rannveig L. Garðarsdóttir verður leiðsögumaður og segir frá ýmsu skemmtilegu og fróðlegu. Gengið verður yfir fjallið sem er u.þ.b 240 m. Ferðin er fyrir alla í fjölskyldunni stóra og litla og feita og mjóa. Takið með ykkur nesti og góða skapið.