Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gönguferð á Keili mándaginn 4. júlí
Sunnudagur 3. júlí 2011 kl. 14:33

Gönguferð á Keili mándaginn 4. júlí

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag ætlar að bjóða félgsmönnum sínum og öllum áhugasömum í gönguferð á Keili mánudaginn 4. júlí, tilefnið er að fara með póstkassa með gestabók upp á topp á fjallinu og fær göngufólk tækifæri til að skrifa nöfnin sín í hana.

Gestabókin er ein af rúmlega 20 sem settar eru á fjöll víðsvegar um landið í tengslum við verkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið. 

Gönguferðin verður undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur.

Mæting mánudaginn 4. júlí kl 19:00 við gatnamótin Reykjanesbraut - Vatnsleysuströnd - Keilir, ekið verður í samfloti á eigin bílum að Höskuldarvöllum þaðan er gengið á  fjallið sem er 378m hátt, ferðin tekur u.þ.b. 3 klst.

Nánari upplýsingar gefur Rannveig Garðarsdóttir leiðsögumaður,  [email protected], sími 893 8900.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024