Gömlu tombólumyndirnar gera mikla lukku
Létt sýnishorn úr gömlu myndasafni Víkurfrétta sem inniheldur hundruð tombólumynda hefur vakið óskipta athygli á Fésbókarsíðu Víkurfrétta. Þar voru birtar 30 myndir í gær af rúmlega 300 slíkum myndum sem hafa verið skannaðar inn úr safni blaðsins.
Á næstu dögum og vikum munum við hjá Víkurfréttum setja inn allar þessar tombólumyndir og ýmislegt annað skemmtilegt úr rúmlega 30 ára gömlu myndasafninu.
Fyrstu 30 tombólumyndirnar má sjá hér!