Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gólftennisvöllur í Fjörheimum
Keppnisvöllurinn í Fjörheimum á vafalaust eftir að njóta vinsælda. VF-Myndir/JJK
Miðvikudagur 30. janúar 2013 kl. 13:10

Gólftennisvöllur í Fjörheimum

Það er mikið líf meðal yngri kynslóðarinnar í Fjörheimum í Reykjanesbæ en það er félagsmiðstöð krakka á unglingastigi í Reykjanesbæ. Starfsmaður Fjörheima, Davíð Örn Óskarsson, setti nýverið upp stórskemmtilegan Gólftennisvöll sem hefur notið mikilla vinsælda.

Starfsmenn Víkurfrétta fengu að prufukeyra völlinn í lok síðustu viku en völlurinn verður formlega opnaður í dag. Óhætt er að mæla með vellinum sem er hin besta skemmtun. Leikið er með borðtennisbolta og spaða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gólftennis krefst bæði hraða og útsjónarsemi. Það er aldrei að vita að þessi skemmtilega íþrótt muni njóta vinsælda næstu misseri. Þeir Davíð Örn Óskarsson og Þorsteinn Kristinsson, starfsmaður Víkurfrétta, vígðu völlinn í síðustu viku með spennandi leik þar sem Davíð hafði sigur.


Davíð Örn Óskarsson, starfsmaður Fjörheima og 88-Hússins, ásamt Þorsteini Kristinssyni, starfsmanni Víkurfrétta. Þeir vígðu nýja völlinn í Fjörheimum síðastliðinn föstudag.