Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Golf allan daginn
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 16. júlí 2024 kl. 15:43

Golf allan daginn

Þuríður Halldórsdóttir mun spila golf í Grindavík þegar tækifæri gefst til og mun pottþétt taka þátt í Meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur. Eftir að hafa alist upp við heyskap í Vík, þaðan sem pabbi hennar er, er lyktin af nýslegnu grasi uppáhaldslyktin hennar.

Nafn, staða, búseta:

Þuríður Halldórsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðskiptastjóri í söludeild hjá Bláa Lóninu

Grindavík 

Hvernig á að verja sumarfríinu?

Það er óráðið en eitt er víst að ég tek þátt í Meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur sem verður 10 - 13 Júlí. 

Fór til Skagen í Danmörku í maí í mjög svo skemmtilega skvísuferð. Vonandi verður einhver skemmtileg ferð plönuð í haust, hver veit. 

Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi og af hverju?

Enginn sérstakur, en alltaf gaman að koma á golfvelli í öðrum landshlutum. Þá nefni ég Borgarnesvöllinn sem er einstaklega skemmtilegur og fallegur. 

Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á (á Íslandi og eða útlöndum)?

Væri til að heimsækja Krít og Ástralíu. Veit ekki með hérlendis en væri gaman að ferðast meira um Vestfirðina og Austurlandið. 

Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin?

Kjúklingurinn stendur alltaf fyrir sínu og góður grillmatur.  

Hvað með drykki?

Íslenska vatnið er alltaf best.

Hvað með garðinn, þarf að fara í hann?

Já þessi blessaða garðvinna tekur aldrei enda. Það er eitthvað um arfa sem þarf að hreinsa en það gerist bara hægt og rólega í sumar.  

Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina?

Blettinn slæ ég reglulega yfir sumarið. Það er einhver núvitund við það að vera með tónlist í eyrunum og slá grasið á góðum sumardegi. 

Veiði, golf eða önnur útivist? 

Golf allan daginn. Og svo er gaman að labba upp á Þorbjörn og svæðið þar í kring, en hvenær það verður næst veit enginn. Vonandi sem fyrst. 

Tónleikar í sumar?

Engir tónleikar sem eru planaðir í sumar en hver veit. 

Áttu gæludýr?

Já ég á 2 kisur. Þengill og Þula.

Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)?

Lyktin af nýslegnu grasi er dásamleg. Veit ekki hvað það er en hún vekur upp skemmtilegar minningar úr æsku þegar við vorum í heyskap hjá afa í Vík.  

Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/gera á Suðurnesjum?

Myndi náttúrulega mæla með að heimsækja Bláa Lónið sem er perlan okkar. Svo myndi ég mæla með að spila heitasta golfvöll landsins í Grindavík. Þetta klassíska líka, Gunnuhver, Brimketill og Brúin milli heimsálfa. Og tjalda á Vigdísarvöllum með fjölskylduna og skoða umhverfið þar í kring sem er stórkostlegt. Falin perla.