Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góður orðaforði lykillinn að góðum árangri í lífinu
Miðvikudagur 5. febrúar 2020 kl. 13:53

Góður orðaforði lykillinn að góðum árangri í lífinu

Þorgrímur Þráinsson heimsótti í gær nemendur í 8.HG í Njarðvíkurskóla en í bekknum eru allt stúlkur, og las upp úr óútgefinni bók sem fjallar meðal annars um vinina Máney og Sóla. Stúlkurnar voru mjög spenntar yfir upplestrinum og öllu sem Þorgrímur ræddi um. Í lokin gaf hann öllum áritaðar bækur þar sem hann lagði áherslu á að lestur og góður orðaforði væri lykillinn að góðum árangri í lífinu.

Njarðvíkurskóli þakkar Þorgími kærlega fyrir komuna. Hann náði mjög vel til stúlknanna, sem voru gífurlega ánægðar með heimsóknina og bókagjöfina, segir á heimsíðu Njarðvíkurskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024