Góður biti í hundskjaft!
Orðatiltækið „Þar fór góður biti í hundskjaft“ átti kannski vel við nú áðan þegar ljósmyndari Víkurfrétta beið í bíl sínum við sölulúgu Biðskýlisins í Njarðvík. Í bíl fyrir framan ljósmyndarann stakk fallegur sleðahundur út hausnum þegar afgreiðsludaman birtist í lúgunni. Að sjálfsögðu fékk voffi pylsu að launum. Hundar vilja ekki hafa þær í brauði og eins á að sleppa sósunum...
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson