Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góður árangur Sandgerðinga á taekwondo móti í Skotlandi
Mánudagur 2. desember 2013 kl. 09:39

Góður árangur Sandgerðinga á taekwondo móti í Skotlandi

Sigursælli keppnisferð til Skotlands lauk á mánudaginn þegar íslenska liðið kom heim hlaðið verðlaunum. Sandgerðingarnir í liðinu stóðu sig frábærlega og skiliðu þeir heim 10 verðlaunum.

Daníel Aagard Nilsen Egilsson vann frækna sigra þar sem hann keppti í tveimur aldursflokkum í bardaga og sigraði þá báða en einnig sigraði hann sinn flokk í formi. Daníel kom því heim með þrenn gullverðlaun. Á einni myndinni hér fyrir neðan má sjá Daníel Aagard með einum besta taekwondo manni heims Aron Cook, en frammistaða Daníels vakti athygli hjá kappanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sverrir Örvar Elefsen átti góðu gengi að fagna, hann sigraði sinn flokk í bardaga og paraformi, vann svo til silfurverðlauna í hópaformi og brons í einstaklingsformi. Íþróttamaður Sandgerðis 2012 var því vel stemmdur fyrir helgina. Þess má geta að á dögunum varð Sverrir íslandsmeistari í formi auk þess sem hann hlaut hæstu einkunn í svartbeltisprófi TKÍ þegar hann stóðst próf fyrir 2. gráðu svart belti.

Karel Bergmann Gunnarsson stóð sig frábærlega og vann til silfurverðlauna í bæði bardaga, einstaklingsformi og hópaformi. Hann sýndi mikla bætingu frá síðustu mótum. Hann sigraði fyrsta bardaga sinn örugglega gegn sterkum keppanda. Í úrslitunum barðist hann einnig vel en andstæðingur hans var of sterkur og þurfti Karel því að láta sér silfrið nægja að þessu sinni.

Daníel Arnar Ragnarsson vann til bronsverðlauna í formi og háði hetjulegan bardaga við erfiðan andstæðing í bardaga þrátt fyrir að komast ekki áfram. Daníel var færður upp um flokk þar sem enginn var skráður í hans flokk. Hann lét það ekki trufla sig heldur kom sterkur og ákveðinn til leiks strax frá byrjun. Andstæðingur hans var feykisterkur og sigraði bardagann.

Íslendingarnir vöktu athygli annarra keppenda, þjálfara og dómara fyrir góða tækni, íþróttamannslega hegðun, kurteisi og keppnisskap. Í íslenska liðinu voru 17 keppendur, þar af 13 frá Taekwondodeild Keflavíkur. Í lok mótsins var tekinn saman heildarárangur fyrir tækni, bardaga og svo samanlagður árangur beggja greina og gefnar viðurkenningar. Íslenska landsliðið var með besta árangur allra liða í tækni, annan besta árangur liða í bardaga og annan besta samanlagðan árangur. Það er ótrúlega góður árangur sérstaklega í ljósi þess að mörg önnur lið voru mun stærri en íslenska liðið en um 40 lið tóku þátt í mótinu.