Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Goðsögnin Guðni í nýju veftímariti Víkurfrétta
Laugardagur 24. desember 2016 kl. 13:00

Goðsögnin Guðni í nýju veftímariti Víkurfrétta

— Stórar myndir fá að njóta sín.

Guðni Kjartansson er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi á Suðurnesjum. Hann var lykilmaður og fyrirliði í gríðarlega sterku Keflavíkurliði sem landaði fjórum Íslandsmeistaratitlum á árunum 1964 til 1973 í fótbolta. Guðni var sömuleiðis kjölfesta hjá landsliðinu um árabil og honum hlotnaðist sá heiður fyrstum knattspyrnumanna að verða kjörinn Íþróttamaður ársins árið 1973. 
 
Líf hins sjötuga Guðna er litað af íþróttum en hann lét nýlega af störfum sem íþróttakennari eftir nánast hálfar aldar starf á þeim vettvangi í Njarðvíkurskóla og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 
 
Hann þjálfaði A-landslið karla ásamt því að hafa komið að nánast öllum landsliðum undir hatti KSÍ á rúmlega 30 ára ferli fyrir land og þjóð.
 
Víkurfréttir hafa opnað nýtt veftímarit hér á vef Víkurfrétta. Þar mun á næstu dögum, vikum og mánuðum verða til hafsjór af áhugaverðu efni. Þar er meðal annars að finna ítarlegt viðtal við Guðna Kjartansson sem er ríkulega myndskreytt og jafnframt um hálftíma sjónvarpsþáttur um Guðna sem blaðamenn Víkurfrétta hafa tekið saman.
 
 
Horfið á viðtal við Guðna í spilaranum hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024