Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góðir vinir nauðsyn þessa helgi
Föstudagur 3. ágúst 2018 kl. 07:00

Góðir vinir nauðsyn þessa helgi

- Verslunarmannahelgarspurningar Víkurfrétta

Inga Fanney Rúnarsdóttir

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég er ekki alveg búin að ákveða alla helgina, en planið er að skella mér til eyja á sunnudeginum með Elínu Ólu vinkonu minni.

Ertu vanaföst/fastur um verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?

Ég get ekki svarað þessu öðruvísi en játandi, ég fæ alltaf þjóðhátíðarþrá og verð að skella mér. Átti erfitt með mig sumarið 2016 þegar ég var að vinna þessa helgi!

Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?

Eftirminnilegasta verslunamannahelgin er örugglega bara Þjóðhátíð 2014. Þá fórum við Siggi kærastinn minn saman með vinum okkar og leigðum öll saman hús.

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um verslunarmannahelgina?

Að vera í góðra vinahópi og gott veður myndi alls ekki skemma!

Hvað ertu búin að gera í sumar?

Ég er búin að vinna frekar mikið þannig þetta árið er ekki mikið um ferðalög. Er að sjá um vinnuskólann og vinn einnig á sambýli hér í Grindavík. En ég tók mér smá sumarfrí og skellti mér til Spánar með kærastanum og tengdafjölskyldunni, sem var mjög kærkomið!

Hvað er planið eftir sumarið?

Eftir sumarið verð ég að vinna áfram á sambýlinu, námið verður að bíða betri tíma því ég bara get ekki ákveðið mig hvað mig langar til að læra!