Góðir möguleikar í ferðaþjónustu á Suðurnesjum
Staðan í ferðaþjónustu á Suðurnesjum er mjög góð og hefur í raun aldrei verið betri. Hér eru góðir möguleikar til að taka á móti fólki, bæði í gistingu og afþreyingu. Gífurleg fjölgun hefur verið á hótelgistingu sl. 4 ár, þrátt fyrir að eitt hótel hafi lagt niður starfsemi sína. Í dag er nokkur þörf fyrir aukið gistirými á svæðinu, en um 2% af öllu gistirými á landinu, er á Suðurnesjum. Ábyrgð bæjarbúa„Hótelgestir þurfa að hafa eitthvað að gera meðan þeir dveljast á Suðurnesjunum og því er uppbygging góðrar afþreyingar mjög mikilvægt mál“, segir Johan. Gestir eru farnir að dreifast mun meira yfir árið en áður, en undanfarin ár hefur myndast nýr viðskiptahópur. Félög, klúbbar og fyrirtæki, eru farin að sækja Suðurnesin heim til að halda skemmtanir, ráðstefnur og vinnufundi“, bætir hann við og leggur áherslu á að mikilvægt sé fyrir það fólk að bæjarlifið sé í miklum blóma. „Þá kemur fram ábyrgð bæjarbúa í því að halda uppi góðu menningarlífi og fögru umhverfi“.HvalaskoðunÍ dag eru starfandi þrjú hvalaskoðunarfyrirtæki á svæðinu sem geta flutt næstum 200 farþega samtímis, svo teljast verður að þeim markaði sé gerð góð skil með þessu framboði. „Þróun hvalaskoðunar á Suðurnesjum hefur verið mjög ör sl. þrjú ár og má reikna með að innan tíðar verði Suðurnesin aðalhvalaskoðunarsvæði landsins“, segir JohanBláa lónið mikilvægtBláa lónið er einn sterkasti afþreyingarstaður Suðurnesjamanna og telur Johan nauðsynlegt að nýta betur þá miklu aukningu sem orðið hefur í aðsókn þangað. „Það er reiknað með að um 350 þúsund gestir muni koma í lónið á þessu ári og þurfum við að sjá til þess að þetta fólk sjái meira af Reykjanesinu“, segir Johan, en bætir því við að til þess að gestir fái notið Reykjaness eins og við vildum helst, þurfi að gera átak í vegamálum og bæta aðgengi að vinsælum áfangastöðum. Í þessu sambandi nefnir hann Suðurstrandaveg, frá Reykjanesi til Þorlákshafnar, sem mun í framtíðinni hafa gríðarleg áhrif á framgang ferðaþjónustu á svæðinu.Fleiri í ferðaþjónustuJohan segir fleiri vera í ferðaþjónustu en menn geri sér yfirleitt grein fyrir. „Sumir halda að það séu einungis þeir sem starfa á hótelum og í flugvélum“, segir Johan og bendir á að ferðamenn séu sá flokkur viðskiptavina sem oft sé ekki hægt að greina úr fjöldanum en notfæri sér mjög fjölbreytta þjónustu sem er í boði á hinum margvíslegu sviðum. „Bensínstöðvar, smurverkstæði, bankar, verslanir, ásamt fjölda annarra óskyldra fyrirtækja eru allt stórir aðilar í ferðaþjónustu“, segir Johan.Ævintýrastaðir og söfnAuk þess frábæra útivistarsvæðis sem við eigum, hlaðið ævintýrastöðum sem verða æ vinsælli með hverju ári sem líður, þá má ekki gleyma söfnunum á Suðurnesjum. Á svæðinu eru tvö byggðasöfn, í Reykjanesbæ á Vatnsnesi og í Garði við Garðskagavita. Í Garðinum er líka safn Slysavarnarfélags Íslands, einstakt safn í sinni röð. Í Sandgerði er Fræðasetrið og út frá því eru skipulagðar skoðunarferðir. Þar verður einnig í náinni framtíð, Náttúrustofa Reykjaness.Eina sædýrasafnið sem til er á fasta landinu er í Höfnum í Reykjanesbæ.Valkostir á sunnudegiFjöldi skemmtilegra og fallegra gönguleiða er víðast hvar á Reykjanesinu.Menningarviðburðir á ReykjanesiBylgjulestin verður á svæðinu aðra helgina í ágúst...Nýafstaðin er mikil menningar- og fróðleiksdagskrá sem var tileinkuð M-2000 og fór fram í flestum byggðarlögum á Suðurnesjum.Þá verður fjölskylduhátíð við Stapann 22.-23. ágúst.Í sumar verður hægt að sjá málverk og ýmsar listasýningar í Svarta pakkhúsinu í Reykjanesbæ, Eldborg í Svartsengi og Kvennó í Grindavík.Annan september verður kveikt á ljósum í Berginu í Reykjanesbæ. Í tilefni af lýsingunni verður leiksýning á Berginu um kvöldið þar sem leikritið „Rauðhöfði“ verður sýnt og í framhaldi af því verður menningarvaka.