Góðir jólatónleikar í Kirkjulundi
Tónlistarfólk Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur verið í eldlínunni í jólamánuðinum og leikið á jólatónleikum. Í gærkvöldi voru tónleikar í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi. Kór söng, bjöllukór og strengjasveitir léku og þá mátti hlusta á skemmtilegt trompetsamspil. Fjöldi fólks lagði leið sína í Kirkjulund og hlustaði á skemmtilega tónlist hjá upprennnadi tónlistarfólki.