Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góðir grannar úr Sandgerði í Útskálakirkju
Mánudagur 22. mars 2010 kl. 18:03

Góðir grannar úr Sandgerði í Útskálakirkju

Það voru góðir grannar Garðmanna úr Sandgerði sem tróðu upp í Útskálakirkju í morgun þegar hljómsveitin Klassart var mætt í kirkjuna með tónleikadagskrá sína „Klassart og Hallgrímur Pétursson“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Elstu bekkir Gerðaskóla fjölmenntu í kirkjuna og hlustuðu á dagskrá þeirra Klassart-systkina en þau hafa sett saman tæplega klukkustundar dagskrá sem er byggð upp á tónlist og frásögn sem fjallar um Hallgrím Pétursson, Guðríði Símonardóttir og dóttur þeirra Steinunni.


Samstarf hljómsveitarinnar við Sveitarfélagið Garð og Gerðaskóla hefur verið einkar gott og gerðu umræddir aðilar fjórum elstu bekkjum grunnskólanns kleyft að hlýða á tónleikana, sem einnig eru opnir öllum þeim er áhuga hafa.

Á fimmtudag mun hljómsveitin svo troða upp í Hvalsneskirkju í Sandgerði.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson