Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góðir gestir í heimsókn á VF
Fimmtudagur 5. mars 2009 kl. 14:32

Góðir gestir í heimsókn á VF



Víkurfréttir fengu góða gesti nú eftir hádegið þegar hópur nemenda af Starfsbraut II við Fjölbrautaskóla Suðurnesja kom í heimsókn. Hópurinn hefur heimsótt ýmsa vinnustaði í Reykjanesbæ og kynnt sér þá margvíslegu atvinnustarfsemi sem þar fer fram.

Í heimsóknunum spyrja nemendurnir spurninga sem þeir hafa sjálfir undirbúið í skólanum og langar að fá  svör við. Síðan hafa nemendur fengið leiðsögn um vinnustaðina, safnað upplýsingum og tekið ljósmyndir sem notaðar eru til upprifjunar og í verkefnavinnu nemendanna.

Starfsmönnum Víkurfrétta þótti gaman að heyra að blaðið hefur markvisst verið notað í náminu á starfsbrautinni. Er það liður í því gera nemendurna  meðvitaðri um það sem er að gerast í þeirra nánasta umhverfi á hverjum tíma.

-----------

VFmynd/elg – Nemendahópurinn naut leiðsagnar Páls Ketilssonar, ritstjóra, er þau kynntu sér starfsemi Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024