Goðin gerð ljóslifandi á nýstárlegan hátt
Heimur Goðanna heitir ný sýning um norrænu goðin sem opnuð verður í Rammahúsinu í um næstu helgi.
Sýningin gefur góða mynd af þeim hugmyndaheimi sem forfeður okkar lifðu og hrærðust í, þeirri mynd sem þeir höfðu af veröldinni og sköpunarverkinu, guðshugmyndum þeirra og átrúnaði.
Höfundar sýningarinnar setja þessa heimsmynd fram á nútímalegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild og færir okkur nær þeim fornu hugmyndum sem forfeður okkar mótuðust af.
Út frá endursögn Ingunnar Ásdísardóttur, sem einnig er hugmyndahöfundur sýningarinnar, vinnur Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndverk sem ásamt tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar og vekur goðaheiminn og átrúnað manna til forna til lífsins á nýstárlegan og myndrænan máta.
Handverk og tölvutækni, frásagnarlist og flóknum hljóðheimi er fléttað saman til að endurskapa forna veröld á þann hátt að höfðar til nútímamanna á öllum aldri.
Sýningunni er ætlað að vera jafn erlendum og innlendum ferðalöngum til fróðleiks og skemmtunar en henni er ætlað að höfða til allra aldurshópa.
Það tekur 20 mínútur að fara í gegn um sýninguna. Aðgangseyrir er 1.200 krónur, en í tilefni opnunarinnar og Ljósanætur verður boðið upp á tvo fyrir einn fram til 6. september. Opið er á sýninguna frá kl. 11:00 til 16:00 alla daga, en lengur á Ljósanótt.