Góðar gjafir til Heilsugæslunnar í Grindavík
Vigt, mjaltavél og skoðunarbekkur.
Nýverið tók starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Grindavík á móti góðum gjöfum. Kvenfélag Grindavíkur gaf vigt og mjaltavél, sem nýtist yngstu íbúum Grindavíkur vel. Þá gaf Lionsklúbbur Grindavíkur skoðunarbekk.
Meðfylgjandi mynd af starfsfólki HSG og fulltrúum gefenda var tekin við afhendinguna.