Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góðar gjafir til Gerðaskóla
Föstudagur 18. janúar 2008 kl. 11:48

Góðar gjafir til Gerðaskóla

Gerðaskóla voru afhentar veglegar gjafir á fyrstu dögum ársins.

Kvenfélagið Gefn færði skólanum að gjöf Talgervil, ætluðum nemendum með lestrarörðugleika. Talgervill er búnaður sem les upp rafrænan texta.

Hjónin Sigurður Ingvarsson og Kristín Guðmundsdóttir ásamt fjölskyldu þeirra, færðu skólanum að gjöf 200.000 krónur sem ætlaðar eru til kaupa á kennslugögnum fyrir nemendur með sérþarfir. Gjöfin er gefin í minningu sonar Sigurðar og Kristínar, Sigurðar Sigurðssonar, sem lést árið 1985.

Forsvarsmenn Gerðaskóla sögðu að gjafir þessar sýndu ómetanlegan hlýhug í garð skólans og nemenda hans og kunnu gefendum innilegustu þakkir fyrir.

Af vefsíðu Garðs
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024