Góðar gjafir í afmæli Bjargarinnar
Björgin, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, fagnaði fimm ára afmæli í gær með kaffisamsæti í húsakynnum Bjargarinnar við Suðurgötu í Keflavík. Húsfyllir var í afmælinu, þar sem skjólstæðingar og aðrir gestir fjölmenntu.
Eins og algengt er í afmælum, þá bárust margar góðar gjafir, bæði peningagjafir og spil. Á myndinni hér að ofan má sjá Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, með Reykjanesspilið á lofti en hann færði Björginni einnig 250 þúsund krónur vegna útgáfu bókarinnar Hughrif, sem skjólstæðingar Bjargarinnar gáfu út. Að neðan er svo mynd yfir troðfullan sal af gestum.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson