Góð þátttaka í tómstundastarfi eldri borgara
Góð þátttaka var í Tómstundastarfi eldri borgara árið 2003 en alls sóttu 6.463 stundaskrá auk þess sem þátttaka á námskeið var góð. Þátttaka var best í leikfimi, sundleikfimi og handavinnu í Hvammi en einnig var boðið upp á silkimálun, glerklúbb, leirklúbb, línudans, bingó og Boccia. Alls mættu 844 á námskeið í gler, leir, keramik, útskurði, myndlist, útsaumi og perlusaum.
Tómstundastarf eldri borgara tók einnig þátt í samstarfsverkefninu Kynslóðabrúin sem var þema ársins hjá Menningar-, íþrótta- og tómstundasviði. Þátttaka hefur farið fram úr vonum og hafa fulltrúar unga fólksins í samvinnu við Fjörheima og eldri borgarar að mestu lokið við að prjóna úr garninu.
Vefur Reykjanesbæjar greinir frá þessu.
Tómstundastarf eldri borgara tók einnig þátt í samstarfsverkefninu Kynslóðabrúin sem var þema ársins hjá Menningar-, íþrótta- og tómstundasviði. Þátttaka hefur farið fram úr vonum og hafa fulltrúar unga fólksins í samvinnu við Fjörheima og eldri borgarar að mestu lokið við að prjóna úr garninu.
Vefur Reykjanesbæjar greinir frá þessu.