Góð þátttaka í síðbúnum þrettánda
Góð þátttaka var í síðbúnum þrettánda í Reykjanesbæ á laugardaginn. Myndarlegur hópur mætti í skrúðgöngu frá Myllubakkaskóla og að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu þar sem fram fór dagskrá sviði og kveikt var í brennu á Bakkalág.
Björgunarsveitin Suðurnes skaut upp glæsilegri flugeldasýningu og púkar og tröll sáu um að hrella börn og fullorðna á meðan dagskránni stóð.
Sjá nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.