Góð þátttaka í maraþoninu og dans á Nesvöllum - myndir
Fólk á öllum aldri var saman komið fyrir framan Vatnaveröld í Reykjanesbæ í morgunsárið til að þreyja hið árlega Reykjanes maraþon Lífstíls. Veðrið var með besta móti en undanfarin ár hefur oftar en ekki ringt á keppendur.
Ljósmyndari Víkurfrétta reif sig á fætur og myndaði hlaupara en þátttaka var gríðarlega góð og stemningin var frábær.
Í gær var mikið um að vera á Nesvöllum og dansað og fram á rauða nótt. Þar var útsendari Víkurfrétta einnig og hér að neðan er tengill sem hægt er að skoða myndir frá þessum skemmtilegum atburðum.
Ljósmyndasafn Víkurfrétta.