Góð þátttaka í Heilsuhlaupi
Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins fór fram í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls tóku 58 manns þátt í hlaupinu. Vegalengdir voru tvær, 3,5 og 7 km. Glitnir í Keflavík var aðalstyrktaraðili hlaupsins og veitti verðlaun fyrir fyrsta sæti kvenna og karla í báðum vegalengdum.
Fyrstu sæti fyrir 7 km hlutu Kristjana Gunnarsdóttir og Vikar Karl Sigurjónsson og fyrir 3,5 km Hrefna Guðmundsdóttir og Magnús Ríkarðsson. Veglegir happdrættisvinningar voru dregnir út á númer allra þátttakenda. Þeir sem gáfu vinninga voru Glitnir, K-sport, Sportbúð Óskars og Bláa lónið.
Krabbameinsfélag Suðurnesja þakkar Glitni og öðrum styrktaraðilum þeirra framlag og þeim sem tóku þátt í hlaupinu.