Góð þátttaka í BAUN
Um það bil 60 dagskrárliði var að finna á hátíðinni BAUN, barna- og ungmennahátíð sem fram fór í Reykjanesbæ dagana 2. – 12. maí sl. og var þátttaka í allri dagskrá ókeypis.
Markmiðin með hátíðinni eru m.a. þau að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa Reykjanesbæjar og jafnframt að skapa vettvang fyrir börn og fjölskyldur til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Þátttaka í allri dagskrá hátíðarinnar var með eindæmum góð og sem dæmi má nefna að um 5.300 manns heimsóttu Listahátíð barna og ungmenna og sóttu smiðjur í Duus safnahúsum þá 11 daga sem hátíðin stóð yfir.
Nú er í loftinu stutt könnun þar sem fólk getur komið á framfæri skoðunum sínum á hátíðinni, segir í fundargerð menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar.
Myndir frá hátíðinni sem m.a. fór fram á Bókasafni Reykjanesbæjar.