Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góð þátttaka á íbúafundi um frístunda- og forvarnamál
Föstudagur 22. nóvember 2013 kl. 09:20

Góð þátttaka á íbúafundi um frístunda- og forvarnamál

Íbúafundur um frístunda- og forvarnamál í Sandgerði var haldinn mánudaginn 11. nóvember sl. Samkvæmt tilkynningu var þátttaka góð og hugmyndir og umræður sem þar fóru fram voru áhugaverðar og gagnlegar.

Kynnt var starfsemi helstu félagasamtaka sem bjóða upp á frístundastarf í Sandgerði sem og nýlegar niðustöður könnunar á íþrótta- og frístundastarfi barna og unglinga í Sandgerði.

Í lokin fór fram hópavinna fundargesta sem laut að framtíð frístundastarfs í Sandgerði. Frístunda- og forvarnafulltrúi, sem og Frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs, vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra sem tóku þátt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024