Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góð stemmning í miðbænum á Þorláksmessukvöld - myndir
Skyrgámur mætti að venju í miðbæinn á Þorláksmessukvöld. VF-myndir/pket.
Mánudagur 28. desember 2015 kl. 06:00

Góð stemmning í miðbænum á Þorláksmessukvöld - myndir

Það var fín jólastemmning í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessukvöld. Fjölmargir mættu og kíktu í búðir og heilsuðu einnig upp á Skyrgám sem gaf sér góðan tíma til að ræða við börnin. Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilaði jólalög um allan bæ tvívegis þennan dag en einnig fleiri daga fyrir jól. Á Þorláksmessu gáfu jólasveinar börnunum nammi.
Veðrið var þokkalegt en þó snjóaði talsvert um tíma. Verslanir voru opnar til kl. 23 og verslunareigendur sem VF ræddi við voru nokkuð sáttir.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Þorláksmessukvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024