Góð stemmning í miðbæ Keflavíkur
Mikil og góð stemmning hefur verið í miðbæ Keflavíkur í allan dag og nú langt fram á kvöld. Fjölmargar sýningar opnuðu í dag og í ljósaskiptunum fóru tónlistarmenn að troða upp á sviði við Hafnargötuna. Fjölmargir hafa verið á ferli í dag og í kvöld á þessu upphitunarkvöldi ljósanætur.Bæði ungir sem eldri hafa lagt leið sína í bæinn og framan við verslun Kóda var verið að útbúa flos á priki í allt kvöld. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri.