Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Góð stemmning hjá Húna í Keflavíkurhöfn
Föstudagur 12. júlí 2013 kl. 12:47

Góð stemmning hjá Húna í Keflavíkurhöfn

Suðurnesjamenn fjölmenntu í Keflavíkurhöfn þegar áhöfnin á Húna II.  spilaði í Keflavík í fyrradag. Þrátt fyrir rigningu náði áhöfnin á Húna upp góðri stemmningu.

Alls eru um 40 manns sem fylgja áhöfninni, þ.e. hljómsveit, tæknifólk og fjölskyldur. Björgunarsveitin Suðurnes sá um að girða af svæðið og selja inn á tónleikana, en ágóðinn af öllum tónleikunum rennur til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Áhöfnin er hljómsveit skipuð tónlistarmönnunum Jónasi Sig, Láru Rúnars, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni.

Meðfylgjandi myndir tóku Einar Guðberg úr háloftunum og Íris Eggertsdóttir á bryggjunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024