Góð stemmning á útgáfutónleikum Geimsteins
Það var mjög góð stemmning á útgáfutónleikum Geimsteins á Ránni í gærkvöldi en þá komu margir tónlistarmenn fram og sungu nokkur lög af geisladiskum sem koma út fyrir þessi jól.
Nokkur spenna var fyrir flutningi Júlíusar Guðmundssonar sem kemur fram undir nafninu Gálan en níu lög á diski hans fyrir þessi jól er með textum eftir Rúnar Júlíusson föður hans. Júlíus er hæfileikaríkur tónlistarmaður og söng nokkur lög sem féllu í góðan jarðveg, greinilega fjölbreytt og skemmtileg plata á ferðinni. En það voru fleiri sem komu fram, Klassart, Hrafnar, Eldar, Bjartmar og Keflavíkurmærin Elísa Newman Geirsdóttir. Hún átti að margra mati bestu frammistöðu kvöldsins en nýi diskurinn hennar Heimþrá er virkilega góður.
Góð aðsókn var á tónleikana og nutu gestir góðrar tónlistar.
Íris Dröfn Halldórsdóttir var í gæsun og vinkonur hennar voru í banastuði hana. Sama má segja um Breiðbandskappann Rúnar Hannah, Viðar bróður hans og Burkna Birgis.